56. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 3. apríl 2019 kl. 15:04


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 15:04
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 1. varaformaður, kl. 15:04
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 15:04
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 15:04
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 15:04
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 15:04
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 15:11
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 16:17
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 15:35

Bergþór Ólason boðaði forföll.
Hanna Katrín Friðriksson vék af fundi kl. 15:50.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:20
Fundargerð 55. fundar samþykkt.

2) 416. mál - öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða Kl. 15:07
Á fund nefndarinnar mætti Agla Eir Vilhjálmsdóttir frá Viðskiptaráði Íslands. Gerði hún grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Þá mættu á fund nefndarinnar Guðrún Finnborg Þórðardóttir og Halldór Pétursson frá Fjármálaeftirlitinu. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 639. mál - ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta Kl. 15:59
Á fund nefndarinnar mættu Ástríður Scheving Thorsteinsson, Skúli Þór Gunnsteinsson og Ottó V. Winther frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Kynntu þau málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 647. mál - fiskeldi Kl. 16:31
Nefndin ræddi málið.

5) 739. mál - póstþjónusta Kl. 15:17
Samþykkt að senda til umsagnar með fresti til 26. apríl.

6) 758. mál - loftslagsmál Kl. 15:17
Samþykkt að senda til umsagnar með fresti til 26. apríl.

7) 759. mál - efnalög Kl. 15:17
Samþykkt að senda til umsagnar með fresti til 26. apríl.

8) 125. mál - efling björgunarskipaflota Landsbjargar Kl. 15:19
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.
Allir nefndarmenn standa að nefndaráliti.

9) Önnur mál Kl. 17:05
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:05